True Water Vita Mist
True Water Vita Mist (105ml) er rakagefandi andlitsúði sem frískar og lífgar upp á þreytta húð.
Úðinn er tvískiptur og samanstendur af olíulagi og vítamínvatni.
Olíulagið samanstendur af hafþyrni-og avókadóolíu sem sér til þess að næra húðina og koma í veg fyrir rakatap hennar.
Vítamínvatnið inniheldur m.a. 10 vítamín og sér til þess að lífga upp á húðina og veita henni raka.
Mikilvægt er að hrista flöskuna fyrir notkun svo olíulagið blandist vatninu. Hægt er að nota Vita Mist til að undirbúa húðina áður en byrjað er að setja á sig húðvörur.
Hentar þurri húð.
Cruelty Free.
Athugið að ekki er hægt að skipta eða skila snyrti-og húðvörum ef umbúðir hafa verið opnaðar og/eða innsigli rofið.