Skilmálar

Sis Bis

Ármúla 44, 108 Reykjavík
S: 571-2989

Netfang: sisbisstore@gmail.com


Afhending

Afgreiðslutími pantana er 1-3 virkir dagar. Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.

Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta við pöntun. Vörur eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag eftir pöntun. Hægt er að sækja pantanir í verslun Purkhús í Ármúla 40. Verslunin er opin frá 11-18 mánudaga til fimmtudaga, 11-16 á föstudögum og 11-14 á laugardögum. Einnig er hægt að fá sent með Póstinum eða Dropp.

Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur sannanlega innt greiðslu af hendi. Sis Bis ber fulla ábyrgð á vöru þar til hún telst afhent kaupanda.

Sæki kaupandi vöru ekki á tilsettum tíma og það má rekja til kaupanda eða atvika sem hann ber ábyrgð á, flyst áhættan yfir á kaupanda þegar hlutur er honum til reiðu á umsömdum afhendingarstað. Ef samið hefur verið um annan afhendingarstað en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda þegar varan er afhent á umsömdum tíma og stað og kaupanda er kunnugt um að varan er tilbúin til afhendingar.

Áhætta af söluhlut flyst yfir til neytenda þegar hann hefur veitt honum viðtöku sbr. 14. gr. laga um neytendakaup nr. 48/2003. Þegar áhætta af hinni seldu vöru hefur flust yfir til kaupanda hefst skylda hans til þess að greiða kaupverðið þótt varan kunni eftir það að farast, skemmast eða rýrna ef um er að ræða atvik sem ekki má rekja með beinum hætti til seljanda.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Frí heimsending út um allt land ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Annars bætist við sendingarkostnaður í greiðsluferlinu. Hægt er að fá sent með Póstinum og Dropp.

Einnig er boðið upp á að sækja vörur til okkar í Ármúla 40 (í verslun Purkhús). Ef vara er ekki sótt innan við 6 mánuði frá því að hún er pöntuð fer varan aftur í sölu.

Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Greiðsla pantana og öryggi

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Netgíró. Farið í gegnum örugga greiðslusíðu Netgíró.

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun.

Aur appið. Hægt er að greiða með Aur.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt.

Athugið að ekki er hægt að skipta eða skila snyrti- og húðvörum.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn. 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vefverslun Sis Bis er rekin af Purkhús ehf. kt. 590617-1800. Lögheimili Heiðarhjalli 35, 200 Kópavogur. VSK númer 128526.