Pollufree Pore Deep Cleansing Oil
Pollufree Pore Deep Cleansing Oil (200ml) er mildur olíuhreinsir sem hreinsar farða og önnur óhreinindi. Hjálpar til við að minnka fílapensla og hreinsa svitaholur sem hafa stíflast, t.d. af völdum mengunar. Vinnur gegn umfram fituframleiðslu húðarinnar og minnkar sýnileika fílapensla. Virkar á vatnsheldan farða.
Veitir raka, verndar húðina og róar hana.
Inniheldur Perilla Herb Extract sem verndar húðina gegn ýmsum loftmengandi efnum.
Tilvalinn í tvöfalda hreinsun eða "double cleansing" þar sem andlitið er fyrst þvegið með olíuhreinsi til að ná farðanum af, síðan er notaður froðuhreinsir (t.d. Back to Pure Daily Foaming Gel Cleanser) sem hreinsar olíuna og óhreinindin sem eftir liggja.
Hentar öllum húðgerðum.
Cruelty free
Athugið að ekki er hægt að skipta eða skila snyrti-og húðvörum ef umbúðir hafa verið opnaðar og/eða innsigli rofið.