Pollufree Makeup Melting Cleansing Balm
Pollufree Makeup Melting Cleansing Balm (90ml) er vaxkenndur hreinsir sem bráðnar um leið og hann kemst í snertingu við húðina. Hann hreinsar burt andlitsfarða og önnur óhreinindi sem eiga til með að setjast á húðina, s.s. megnun. Virkar einnig á vatnsheldan farða.
Fyrir þá sem nota fyrri og seinni hreinsi, þá er Pollufree Makeup Melting Cleansing Balm notaður sem fyrri hreinsir þar sem fyrst er notaður olíukenndur hreinsir til að ná andlitsfarða af og seinni hreinsir er til að þrífa burt önnur óhreinindi sem eftir sitja.
Inniheldur Perilla Herb Extract sem verndar húðina gegn loftmengandi efnum.
Cruelty free
Leiðbeiningar: Notið litlu skeiðina sem fylgir og dreifið hreinsinum á þurrt andlitið. Áferðin er vax/olíukennd til að byrja með en verður svo að mjúkri mjólkuráferð. Dreifið vörunni mjúklega um andlitið þar til allur farði er farinn. Hægt er að bæta við vatni til að dreifa betur úr henni. Hreinsið með volgu vatni eða notið seinni hreinsi.
Athugið að ekki er hægt að skipta eða skila snyrti-og húðvörum ef umbúðir hafa verið opnaðar og/eða innsigli rofið.