






Centella Mini Sett
Lítið ferðasett sem inniheldur eftirfarandi:
Tea Tree Relief tóner - 25ml
Mildur tóner sem róar og nærir húðina. Inniheldur 67% Tea Tree Leaf Water sem róar viðkvæma húð og Centella Asiatica Leaf Water sem nærir og gefur raka.
Hentar vel fyrir viðkvæma og þurra húð.
Tea Tree Relief serum - 15ml
Róandi, rakagefandi og nærandi serum. Inniheldur 67% Tea Tree Leaf Water og 19,5% Centella Asiatica Leaf Water sem veitir húðinni raka og næringu. Tea Tree Leaf Water er bólgueyðandi og bakteríudrepandi.
Hentar öllum húðgerðum. Hentar sérstaklega vel viðkvæmri húð, olíukenndri húð og þeim sem kljást við bólur.
Centella Calming Gel - 15ml
Frískandi og róandi gel-krem sem veitir raka, nærir og róar viðkvæma húð. Kremið hefur mjög létta áferð. Inniheldur 72% Centella Asiatica Leaf Water og 10% Tea Tree Leaf Water sem minnkar roða og róar húðina.
Hentar öllum húðgerðum. Hentar sérstaklega vel olíukenndri húð, viðkvæmri húð og blandaðri húð.
Leiðbeiningar:
- Tóner. Dreifið tónernum yfir hreint andlitið með fingrum eða bómullarskífu. Berið mjúklega á andlit og háls.
- Serum. Dreifið seruminu yfir allt andlitið og leyfið því að fara inn í húðina.
- Krem. Berið kremið á andlit og nuddið því mjúklega þar til það hefur farið að mestu inn í húðina.
Settið er fullkomið í ferðalagið eða fyrir þá sem vilja fá að prófa vörurnar.
Athugið að ekki er hægt að skipta eða skila snyrti-og húðvörum ef umbúðir hafa verið opnaðar og/eða innsigli rofið.
Framleitt í Kóreu