hindbag
Hindbag er franskt vörumerki sem sérhæfir sig í vönduðum töskum og fylgihlutum, unnum úr umhverfisvænum efnum. Vörurnar eru saumaðar á Indlandi og eru þær allar úr GOTS-vottaðri bómull og GRS endurunninni ull.
Hindbag lætur gott af sér leiða með því að styðja við konur úr fátækrahverfum Delhi á Indlandi með því að þjálfa þær í saumavinnu, greiða þeim hærri laun og tryggja viðunandi vinnuaðstæður. Hindbag styður einnig við börnin þeirra með því að gefa þeim skólapláss.
Vörurnar þeirra fást víða í Evrópu og fást nú í fyrsta sinn hér á Íslandi.